Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar og stjórnarformaður lífeyrissjóðsins Gildis, var ein af þeim sem gagnrýndu kaupréttarsamninga í hlutafjárútboði Eimskips en stjórnendur Eimskips féllu síðan frá áformum um slíka samninga.

Það má með sanni segja að Harpa sé morgunhani því hún stundar líkamsrækt eldsnemma á morgnana og segist einnig hafa gaman af allri útiveru.

Meðfram námi vann Harpa ýmis störf eins og byggingarvinnu, í bakaríi og við skúringar. Hún segir að þessi fjölbreyttu störf færi sig mun nær félagsmönnum Eflingar og sjóðsfélögum Gildis. Hún segist sakna þess helst að hafa ekki einnig kynnst sjómennsku en sjóveikin hefði líklega hindrað sig í því.