Greiningardeild KB banka boðar til morgunverðarfundar á morgun um fasteignamarkaðinn og verður fundurinn kl. 8.15 - 9.00 í Sunnusal Hótel Sögu.

Yfir morgunkaffinu verður farið yfir þróun fasteigna- og lóðaverðs á síðustu mánuðum og lagt mat á hve fasteignamarkaðurinn geti hækkað mikið þegar til lengri tíma er litið, að teknu tilliti til nýrra lána á lægri vöxtum. Að auki verður farið yfir þróunina frá því að Greiningardeild gaf út sérefni sitt um áhrif nýju lánanna á fasteignamarkaðinn í september síðastliðnum og jafnframt spáum við í fasteignaverðið á árinu 2005.

Á fundinum mun Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, kynna nýtt sérefni Greiningardeildar um orsakir verðhækkana á fasteignamarkaði. Meðal þeirra spurninga sem velt verður upp á fundinum eru:

Hvaða áhrif hafa lægri vextir á langtímavirði fasteigna?
Hversu mikið hefur lóðaverð hækkað?
Eiga bæjarfélög að bjóða upp lóðir?
Hvaða þýðingu hafa fasteignaheildsalar?