Mörkin Lögmannsstofa hagnaðist um 146,5 milljónir króna á síðasta ári sem var 17,3% aukning frá 124,9 milljóna hagnaði ársins áður. Eigið fé stofunnar jókst á sama tíma um 16,4%, í 152,2 milljónir kr., meðan skuldirnar lækkuðu um 104 milljónir, eða 29%, í 253,8 milljónir kr.

Þannig lækkuðu heildareignir félagsins um 82,5 milljónir niður í tæplega 407 milljónir kr., en eiginfjárhlutfallið jókst úr 27% í 38%. Lögmannsstofan er í jafnri eigu átta lögfræðinga stofunnar en Helena Erlingsdóttir er framkvæmdastjóri.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .