Lögmannsstofan Mörkin hagnaðist um 83 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 48% frá fyrra ári. Tekjur námu 470 milljónum króna og jukust um 14 milljónir frá árinu áður. Rekstrargjöld námu 369 milljónum króna og drógust saman um 21 milljón. Rekstrarhagnaður nam 101 milljón króna, samanborið við 66 milljónir árið áður.

Eignir lögmannsstofunnar námu 306 milljónum króna í árslok, eigið fé 90 milljónum og handbært fé frá rekstri 82 milljónum. Á síðasta ári var greiddur út 56 milljóna króna arður til hluthafa lögmannsstofunnar vegna fyrra rekstrarárs.

Lögmannsstofan er í eigu lögmannanna Almars Þórs Möller, Einars Þórs Sverrissonar, Geirs Gestssonar, Gísla Guðna Hall, Gunnars Jónssonar, Hilmars Þórs Gunnarssonar og Harðar Felix Harðarsonar, og á hver um sig 14,29% hlut.