Morten lund, sem liggur undir þungum ásökunum um að hafa makkað á bak við tjöldin við keppinauta áður en Nyhedsavisen fór á hausinn, hefur nú fengið þekktan almannatengil og spunameistara og hann ekki af verri endanum til þess að hjálpa sér við að laga ímynd sína.

Þetta er Michael Kristiansen, sem er þekktur úr dönsku sjónavarpi og var áður spunameistari Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Kristiansen staðfesti við danska fjölmiðla að hann væri „persónulegur ráðgjafi“ Morten Lunds en vildi ekki tilgreina nánar hvað í því fælist og hversu lengi hann hefði starfað fyrir Lund.

Í Jyllands-Posten kom fram að Kristiansen hefði verið viðstaddur fundinn 31. ágúst þegar Lund tilkynnti stjórnendum Nyhedsavisen að útgæafunni yrði hætt.