Mosaic Fashions birti í dag ársuppgjör sitt en fyrirtækið styðst ekki við almanaksárið og var fjórða fjórðungi að ljúka.

Hagnaður eftir skatta nam 12,6 milljónum punda (1,69 milljarðar króna). Ef ekki er tekið með í reikninginn þann kostnaður sem kom til vegna yfirtökuna á bæði Karen Millen og Whistles er hagnaðurinn 18,8 milljónir punda (2,5 milljarðar íslenskra króna).

Hagnaður eftir skatta árið á undan nam 2,4 milljónum punda og hefur hagnaðurinn því aukist um rúmlega 10 milljónir punda.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 59,2 milljónum punda (7,8 milljarðar króna) sem er 14% aukning frá síðasta ári.

Velta samstæðunnar var 410 milljónir punda (55 milljarðar króna) árinu og jókst um 15% á milli ára en árið áður nam veltan 355,6 milljónum punda (47,7 milljarðar króna).

Öll vörumerki Mosaic Fashions juku veltu sína á milli ára. Aukning Coast ber þó af en velta félagsins jókst um 41% á milli ára, þá jókst velta Oasis um 11%, Whistles um 8% og velta Karen Millen jókst um 3%.