Stjórnendur Mosaic Fashions standa við útgefna rekstraráætlun vegna góðs gengis í jólavertíðinni, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Jólavertíðin skilaði þriggja prósentustiga hækkun á framlegð af vörusölu á þriðja ársfjórðungi, sé miðað við sama tímabil á fyrra rekstrarári.

Mosaic Fashions ætlar sér ekki að fjárfesta í öðrum vörumerkjum fyrr en sameiningin á Karen Millen og Whistles er frágengin. Reiknað er með að henni ljúki í lok annars ársfjórðungs næsta fjárhagsárs, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Hingað til hefur reksturinn í Kína skilað tapi. Um miðbik næst fjárhagasárs er að vænta breytinga á því, bæði með flutningi innkaupadeildinnar frá Hong Kong til Kína og opna fleiri verslanir, segir greiningardeildin.

Á komandi árum má gera ráð fyrir miklum tekjuvexti því áætlanir eru um að opna fjölda nýrra verslana og verður því áhugavert að sjá hvort afkoman aukist að sama skapi.

Gert er ráð fyrir 6,4 milljarða hagnaði fyrir afskriftir á fjárhagsárinu sem endar í janúar.