Mosaic Fashions, verslanakeðjurisinn sem á meðal annars vörumerkin Karen Millen og Principles, þurfti að þola smávægilegan sölusamdrátt á síðustu sex mánuðum að því er kemur fram á vef Financial Times.

Það er þó ekki helsta vandamál félagsins sem gerir nú sitt ýtrasta til að finna sér nýjan viðskiptabanka. Eftir að Kaupþing fór undir skilanefnd 9. október síðastliðin hefur Mosaic sárlega skort bankabakhjarl. Það hefur meðal annars birst í því að félagið hefur verið berskjaldað fyrir falli preska pundsins vegna skorts á gengisvörnum sem lokuðust allar inni í Kaupþingi.

Í samtali við FT segir Derek Lovelock, forstjóri félagsins, að hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um 1,2% sölusamdrátt í síðustu 23 vikunum fram til 3. janúar vegna þess að hann sé í miðjum viðræðum um frekari bankaviðskipti.

Hann játaði þó að miðað við ástandið þá hlýtu þeir að vera nokkuð sáttir við niðurstöðuna. Jólaverslun fór þó hægt af stað og tók ekki við sér fyrr en verulegar verðlækkanir áttu sér stað.

Baugur er lang stærsti hluthafi Mosaic.