*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 3. desember 2017 14:56

Moskvuflugið seldist upp, öðru bætt við

Icelandair hefur bætt við öðru HM flugi til Moskvu eftir að seldist upp í ferð félagsins á leik Íslands við Argentínu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Icelandair hefur bætt við öðru beinu flugi til Moskvu á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrn 16. Júní í sumar. Sala í flugið er þegar hafin á vef Icelandair.

Eftir að dregið var í riðla á föstudagskvöldið bauð Icelandair upp á beint flug á alla leikstaði Íslands, eins og Viðskiptablaðið greindi frá. Flugið á leik Íslands og Argentínu í Moskvu seldist strax upp , og nú hefur Icelandair bætt við öðru flugi, samtals 222 sætum.

Um er að ræða tveggja nátta ferð, flogið er út daginn fyrir leik, síðdegis 15. Júní, og komið heim síðdegis 17. Júní, daginn eftir leikinn. Innifalið er flugið, hótel, ferðir til og frá flugvelli ásamt fararstjórn.