Forstjóri Moss Bros, Philip Mounford, er sá síðasti til að segja opinberlega að sala muni dragast saman í smásölukeðjum á borð við Moss Bros á þessu ári. Independent segir frá þessu í dag, en Moss Bros tilkynnti um samdrátt í karlaklæðnaði í dag.

Á 19 vikna tímabili sem endaði 19.júní dróst heildarsala saman um 1,5%. Paul Deacon, sérfræðingur hjá Landsbankanum segir að þessi niðurstaða komi ekki á óvart þar sem allir innan geirans finni fyrir yfirstandandi samdrætti. Landsbankinn spáir 4% heildarsölusamdrætti hjá Moss Bros á þessu ári.

Óánægður með fráhvarf Baugs

Mounford segir þá ákvörðun Baugs að hverfa frá yfirtökutilboði sínu hafa valdið sér vonbrigðum: „Ég tek að fyrirtæki af þessari stærðargráðu ætti að vera í höndum færri aðila og ekki á almennum hlutabréfamarkaði,” segir hann.