Breska fataverslunarkeðjan Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda á síðasta ári samanborið við 5,1 milljónar punda hagnað árið 2006. Þetta samsvarar um 209 milljónum samanborið við 761 milljónum árið áður.

Þá segir á fréttavef Reuters að sala félagsins hafi við sú sama milli ára en hafi aukist um 1% það sem af er þessu ári. Þá er reiknað með því að salan aukist um 0,8-1% á hverjum ársfjórðungi á árinu.

Eins og kunnugt er hefur Baugur gert tilboð í félagið fyrir um 40 milljónir punda. Samkvæmt fréttum Reuters standa viðræður enn yfir.