Bílastæðagjöld, náttúrupassi sem eingöngu er ætlaður erlendum gestum og aðkomugjöld eru mögulegir kostir í gjaldtöku til verndar íslenskri náttúru. Hve há gjöldin eiga að vera og hverjir eiga að greiða þau eru helstu atriði sem nú er tekist á um. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur talað afdráttarlaust um að hún vilji hefja gjaldtöku næsta sumar.

„Ég tel eina raunhæfa kostinn fyrir okkur að hafa aðkomugjöld inn í landið,“ segir Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og dósent í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.Það er einfalt í framkvæmd og mun ódýrara en sá kostur að hefja gjaldtöku við einstaka staði um allt land,“ segir Anna Dóra sem telur hæpið að gjöld á stökum svæðum stæðu vel undir kostnaði við rekstur slíks.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.