Allar fjórar stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna, sem og íþróttasamtök háskólanna, hafa lagst hart gegn áformum New Jersey ríkis að leyfa íþróttaveðmál.

Hafa þær gert kröfu um lögbann á áætlanir ríkisstjórnar New Jersey. Ríkisstjórinn Chris Christie staðfesti á föstudag lög sem í reynd afnemur bann við íþróttaveðmálum í ríkinu, en nokkur af stærstu spilavítum Bandaríkjanna eru í ríkinu.

Íþróttasamtökin halda því fram að nýju lögin stríði gegn alríkislögum og eigi því ekki að taka gildi.