Larry Ellison, yfirmaður bandaríska tölvufyrirtækisins Oracle.
Larry Ellison, yfirmaður bandaríska tölvufyrirtækisins Oracle.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Larry Ellison, forstjóri og stofnandi bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, fékk meirihluta hluthafa í fyrirtækinu upp á móti sér í síðustu viku. Þeir eru fúlir með launakjör Ellison. Hann er á meðal ríkustu manna heims og á 25% hlut í Oracle. Ellison hefur í gegnum tíðina fengið um 1,2 milljóna dala, jafnvirði tæpra 150 milljóna íslenskra króna, bónusgreiðslur á hverju ári til viðbótar við eins dala laun á ári. Hann átti von á greiðslunni fyrir yfirstandandi rekstrarár en ákvað að fallla frá henni þar sem rekstur Oracle var undir áætlunum. Á móti fékk hann rétt til kaupa á hlutabréfum í Oracle fyrir 77 milljónir dala.

Hluthafarnir telja þetta alltof mikið miðað við afkomu Oracle en tekjur fyrirtækisins drógust saman í fyrra, samkvæmt uppfjöllun Reuters-fréttastofunnar af málinu.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem hluthafar Oracle setja sig upp á móti launakjörum stjórnenda fyrirtækisins en í fyrra nutu stjórnendur aðeins stuðnings 41% hluthafa fyrirtækisins.