Þúsundir mótmæltu á götum Thessaloniki, næst stærstu borgar Grikklands, í dag. Mótmælendur fóru út á götur borgarinnar til að mótmæla niðurskurðartillögum grísku ríkisstjórnarinnar.

Gríska óeirðalögreglan brást við steinkasti mótmælenda fyrir utan aðal ráðstefnuhöll borgarinnar með því að skjóta táragasi og dreifa þannig mannfjöldanum. George Papandreou forsætisráðherra landsins hélt ræðu um efnahagsmál innandyra meðan á ösköpunum gekk.

Lögregla segir að um 20 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum og 94 hafi verið handteknir. Meðal mótmælenda voru 5 þúsund leigubílstjórar sem mótmæltu áformum stjórnarinnar um að gefa leigabílaakstur frjálsan.

Óeirðir
Óeirðir