Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur þungar áhyggjur af því að uppbygging á iðnaðarstarfsemi og annarri starfsemi á Grundartangasvæði í Hvalfjarðarsveit hafi skaðleg áhrif á mannlíf og atvinnustarfsemi í Kjósarhreppi. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndarinnar.

„Það er álit hreppsnefndar Kjósarhrepps að hröð uppbygging á mengandi atvinnustarfsemi á Grundartanga kunni að vera í miklu ósamræmi við samþykktar áætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.“