„Mótmælandinn“ er maður ársins, að mati bandaríska vikuritsins Time. „Mótmælandinn“ er þrátt fyrir þetta ekki ein ákveðin manneskja heldur hópur fólks. Í rökstuðningi Time kemur fram mótmælin sem hófust í Miðausturlöndum í byrjun árs hafi dreift úr sér víða, svo sem til Evrópu og Bandaríkjanna.

Segja má að áhrifanna hafi í nokkrum mæli gætt hér á landi en um nokkurra daga skeið á haustdögum stóðu mótmælendur vaktina á Austurvelli.

Útnefningin var tilkynnt í dag.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, var maður ársins hjá Time í fyrra en Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna var heiðursins aðnjótandi árið á undan. Aðrir sem hlotið hafa titilinn eru Barack Obama, Bono - söngvari U2, George W. Bush og Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon.