Mótmælendur í Íran hafa eignast öflugan bandamann í ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hóta nú að leggja frekari viðskiptahömlur á Íran ef stjórnvöld þar í landi bregðast við með þvingunaraðgerðum og óhóflegri valdbeitingu að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal .

Blaðið segir að mótmælaaldan sem nú ríður yfir Íran sé sú stærsta í nær áratug og hafi stillt valdamönnum landsins upp við vegg. Forseti Íran, Hassan Rouhani, sem hefur átt stuðning að sækja til hófstilltari afla innan landsins er nú orðinn skotmark yngri kynslóðarinnar sem krefst breytinga.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, blandaði sér á málið á Twitter með því að segja stjórnvöld hafa bælt niður írönsku þjóðina í mörg ár og að fólkið væri soltið í mat og frelsi.

Óeirðir brutust út í gær í höfuðborginni Teheran í gær þar sem öryggissveitir notuðu táragas og valdbeitingu til þess að dreifa mótmælendum. Óstaðfest myndbönd sýna jafnframt mótmæli í öðrum hlutum landsins en hið minnsta 12 mótmælendur hafa látist síðan mótmælin hófust.