Flugfarþegar hafa verið varaðir við töfum á Heathrow flugvelli eftir að hópur fólks lokaði nyrðri flugbraut vallarins snemma í morgun. Flugbrautin var lokuð í þrjár klukkustundir. BBC greinir frá þessu .

Hópurinn, sem kallar sig Plane Stupid, var að mótmæla frekari stækkun Heathrow flugvallar og segir slíka stækkun geta aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ella Gilbert, talskona hópsins, sagði í samtali við BBC að hún bæðist afsökunar á því ef hópurinn hefði eyðilagt daginn fyrir einhverjum.

Morgunflug Icelandair til Heathrow fór af stað á réttum tíma, að því er kemur fram á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Síðdegisflugið er enn sem komið er sagt vera á áætlun.