Mótmælin í Hong Kong hafa kostað smásala í borginni 2 milljarða Hong Kong dollara að mati ANZ bankans. Jafngildir það um 34 milljörðum íslenskra króna. BBC News greinir frá.

Mótmælin í Hong Kong skarast við Gullvikuna í Kína sem er helsta verslunarvika borgarinnar. Venjulega hópast fólk til borgarinnar í vikunni til þess að versla, en nú er hins vegar breyting þar á vegna mótmælanna. Hafa yfirvöld meðal annars takmarkað ferðir fólks inn í borgina.

Margir smásalar hafa neyðst til að loka búðum sínum vegna mótmælanna sem ekki sér fyrir endann á ennþá.