Páll Matthíasson tók við starfi forstjóra Landspítalans af Birni Zoëga fyrr í haust. Páll hefur reyndar setið í framkvæmdastjórn spítalans í rúm fjögur ár og því ekki margt sem kom honum á óvart er hann settist í forstjórastólinn þó að hlutverk hans sé nú annars eðlis. „Markmið mitt er að reyna markvisst að bæta Landspítala sem vinnustað,“ segir Páll, en hann hefur í gegnum tíðina sérstaklega beint sjónum að áhrifaþáttum starfsánægju og hefur meðal annars haldið námskeið um varnir gegn kulnun í starfi.

Páll og eiginkona hans, Ólöf Björnsdóttir myndlistarmaður, fluttu til Bretlands árið 1997 þar sem Páll stundaði framhaldsnám í geðlækningum og Ólöf í myndlist.

Ferðamáti Páls hefur breyst eftir að fjölskyldan flutti heim en í London fór hann á mótorhjóli í vinnuna. „Þetta var nú aðallega spurning um tímasparnað, svo mikil var umferðin á svæðinu,“ segir Páll sem telur mótorhjól ekki jafnhentugan ferðamáta hér á landi en fer þó af og til á reiðhjóli í vinnuna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .