Japanski símarisinn Motorola hefur náð að snúa rekstri sínum á réttan kjöl eftir erfið þrjú ár. Nýir símar frá Motorola hafa selst vel og nam hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins þremur milljónum dollara eða sem nemur 350 milljónum króna.

Þó hagnaður sé ekki mikill segja forsvarsmenn fyrirtækisins þetta sýna að reksturinn sé komin á réttan kjöl, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Tekjur jukust um 6% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Þær námu 5,8 milljörðum dollara eða sem nemur 672 milljörðum króna.