MP Banki hf. var eini lánadrottinn Hansa ehf. sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, sem mótmælti framlengingu greiðslustöðvunar sem Héraðsdómur Reykjavíkur veitti á mánudaginn.

Við málflutning kom fram að MP Banki hefur krafist kyrrsetningar fyrir kröfu að upphæð 1.038 milljónir króna.

Það er 2,8% af heildarskuldum félagsins sé miðað við allar skuldir en 5,4% sé miðað við þær skuldir sem eftir standi þegar hluta þeirra hefur verið breytt í hlutafé.