*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 28. maí 2013 14:45

MP banki og Spyr.is segja sögur af fyrirtækjum

Kolbrúna Silja hjá MP banka segir að á lista Creditinfo séu framúrskarandi fyrirtæki sem hafi staðið sig vel sama hvernig ári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

MP banki og Spyr.is hafa gert með sér samning um sérstaka fyrirtækjasíðu á Spyr.is þar sem fréttir verða sagðar af áhugaverðum fyrirtækjum sem hlotið hafa viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu frá Spyr.is að með þessu vilji MP banki sem banki atvinnulífsins taka þátt í að beina kastljósinu að þeim fyrirtækjum sem vel ganga og eru að skapa atvinnu og hagvöxt í landinu. 

Haft er eftir Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra MP banka, að á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki séu mörg áhugaverð en nær óþekkt fyrirtæki sem hafi langa sögu og staðið sig vel í gegnum harðindi sem góðæri.  

Á Spyr.is er miðað við að MP banki birti um tvær fyrirtækjafréttir á mánuði sem segja frá þessum fyrirtækjum.