MP banki hefur bætt við sig tæplega 4,6 milljónum hluta í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone. Fer eignarhlutur MP banka í fyrirtækinu því úr 5,7% í 6,3%. Hafa ber þó í huga að ekki er útilokað að bankinn sé að halda á bréfunum fyrir hönd viðskiptavina sinna.

Framtakssjóður Íslands seldi á þriðjudag allan hlut sinn í Fjarskiptum, en sjóðurinn átti fyrir tæplega 66,1 milljónir hluta, eð aum 19,7% í félaginu.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins greindi frá því sama dag að hann hefði keypti 27,3 milljónir hluta af sjóðnum og nú hefur MP banki bæst í hóp fjárfesta sem vitað er að hafa keypt bréf af sjóðnum. Enn standa þó eftir 34,2 milljónir hluta sem ekki er enn vitað hver á.

Miðað við sölugengið 34,7 hefur MP banki greitt 159,2 milljónir króna fyrir hlutinn.