MP banki tapaði 560 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði bankinn 1,9 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá bankanum er tekið fram að MP banki hafi tekið yfir starfsemi EA fjárfestingarfélags (áður MP banka hf.) á Íslandi og í Litháen í apríl og yfir 40 innlendir og erlendir fjárfestar MP banka til 5,4 milljarða í nýtt hlutafé. Á sama tíma hafi ný stjórn tekið við. Einn hluthafi, Títan fjárfestingarfélag sem er í eigu Skúla Mogensen, á yfir 10 prósenta hlut. Sigurður Atli Jónsson tók við starfi forstjóra í júlí.

Hreinar vaxtatekjur MP banka voru neikvæðar um 45 milljónir á fyrri hluta árs og námu hreinar þóknanatekjur 72 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur námu 215 milljónum króna. Uppgjör Alfa verðbréfa, sem MP Banki keypti nýverið, kemur inn í uppgjörðið á fjórða ársfjórðungi.

Tap tímabilsins endurspeglar þá staðreynd að hefðbundin starfsemi bankans, svo sem lánastarfsemi, lá að mestu niðri meðan undirbúningur hlutafjáraukningar stóð yfir.

Útlit fyrir bætta afkomu á 3. ársfjórðungi og jákvæða afkomu á 4. ársfjórðungi, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.