WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í kvöld kl. 19 og stendur til 26. júní.  Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland á innan við 72 tímum. Yfir þúsund manns eru skráðir til leiks í 115 liðum.

Keppendur hafa tvö markmið, að hjóla til sigurs og styðja gott málefni. Í ár verður hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.

Í fyrra söfnuðust um 15 milljónir til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans.

Þegar hafa safnast um 5,6 milljónir en búast má við að talan hækki hratt á næstu klukkustundum. MP banki, Team Scania og Kríurnar eru efst í áheitasöfnuninni.

H ér má sjá viðtal við Skúla Mogensen um hjólreiðakeppnina frá árinu 2013

Hér er áheitavefur WOW Cyclothon .