Þeir sem eiga meira en tvær milljónir króna hjá MP banka þurfa ekki að greiða bankanum viðskiptagjald. Aðrir þurfa að greiða gjaldið. Og nú hefur bankinn ákveðið að hækka mánaðarlegt viðskiptagjald úr 1.100 krónum í 5 þúsund krónur. Gjaldmið fyrir árið fer því úr 13.200 krónum í 60 þúsund krónur og nemur hækkunin um 355%. Hækkunin tekur gildi 1. ágúst.

Fréttastofa Vísis.is hefur eftir Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra MP banka, að með hækkuninni sé bankinn að velja sér viðskiptavini. „Stefna bankans er að vera ekki í þjónustu hins almenna bankaneytanda á markaði. Við veljum viðskiptavini okkar vel. Til að geta þjónustað þá vel þá þurfum við að takmarka þennan fjölda,“ segir Sigurður Atli.