Stjórn Mosaic Fashion hefur fengið MP Fjárfestingabanka hf. til að meta yfirtökutilboð í Mosaic og skilmála þess. Það kemur til vegna þess að meirihluti stjórnarmanna Mosaic Fashion eru vanhæfir til að meta yfirtökutilboðið. Gert er ráð fyrir að helstu niðurstöður úr skýrslu MP Fjárfestingabanka hf. verði gerða opinberar fyrir 31. júlí næstkomandi.

Samkvæmt fyrirliggjandi yfirtökutilboði, sem gert í nafni Tessera Holding ehf., er boðið 17,5 krónur fyrir hvern hlut í Mosaic. Það er 7,4% yfir lokagengi þann 3. maí 2007 en þá tilkynnti Mosaic Fashion að félaginu hefði borist tilkynning um viðræður milli Baugs Group hf. Og annarra aðila sem voru tengdir hugsanlegu tilboði. Þetta verð er einnig 11,1% yfir meðaltals lokagengi síðustu sex mánaða til og með 3. maí 2007 sem var 15,8 kr. á hlut. Einnig var það 12,0% yfir meðaltals lokagengi síðustu þrjá mánuði fyrir 3. maí sem var 15,6 kr. á hlut.

Tilboðið felur einnig í sér EV/EBITDA margfaldara 9,3x pro-forma EBITDA fyrir reikningsárið sem lauk í janúar 2007