*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 23. maí 2013 08:05

MP rennir hýru auga til Auðar og Virðingar

MP banki er sagður hafa hug á að kaupa annað hvort Auði Capital eða Virðingu að lokinni yfirtökunni á Íslenskum verðbréfum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þegar endanlega hefur verið gengið frá kaupunum á Íslenskum verðbréfum hefur MP banki hug á því að yfirtaka annað hvort Virðingu eða Auði Capital, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að þreifingar hafi átt sér stað að undanförnu milli verðbréfafyrirtækjanna Virðingar og Auðar Capital um mögulega sameiningu fyrirtækjanna. „Að sögn kunnugra er þó talið ólíklegt að af slíkri sameiningu verði og herma heimildir Morgunblaðsins að MP banki hafi hug á því að skoða yfirtöku á öðru hvoru félaginu þegar búið verður að ganga endanlega frá kaupum á Íslenskum verðbréfum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.