MP Straumur hefur gefið út að hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins 2015 hafa numið 294 milljónum króna.

MP banki og Straumur sameinuðust þann 29. júní síðastliðinn og lýsir rekstrarreikningurinn því einungis rekstri MP banka á fyri helmingi ársins auk einskiptiliða vegna samrunans. Þeir einskiptiliðir eru aðallega gjaldfærslur vegna hagræðingaraðgerða, starfsloka og tekjufærsla vegna neikvæðrar viðskiptavildar. Eftir að þessir einskiptiliðir hafa verið teknir til greina er hagnaður 220 milljónir króna. Talið er að hagræðingaraðgerðirnar muni efla rekstur bankans til frambúðar og áranginn megi sjá strax á þriðja ársfjórðungi 2015.

Eigið fé MP Straums þann 30. júní 2015 nam 7.687 milljónum króna og heildareignir voru 70.847 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall sameinaðs banka var 18,4% í lok júní en fyrir sameiningu í lok árs 2014 var eiginfjárhlutfall MP banka 17,4% og Straums fjárfestingarbanka 20%.

Í tilkynningu til fjölmiðla segist Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Straums vera " mjög ánægður með hvernig til hefur tekist við sameiningu bankanna "