*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 4. júlí 2019 15:15

MS ekki innflytjandi sykurs

Mjólkursamsalan vill árétta að fyrirtækið flytji ekki inn sykur. Fyrirtækið noti 1-2% af sykri sem notaður er hér á landi árlega.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mjólkursamsalan vill árétt að að fyrirtækið flytji ekki inn sykur. MS, sem eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins, noti árlega um 1-2% af heildarinnflutningi Íslands af sykri sem keyptur sé af innlendum birgjum. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar í Viðskiptablaðinu í dag um þjóðhagsleg áhrif sykurneyslu þar sem sagði að MS væri stór innflytjandi sykurs.

Þá segir MS að 86% af vörusölu fyrirtækisins án viðbætts sykurs. Mjólkursykur sé náttúrulegt innihaldsefni í mjólk og teljist því ekki sem viðbættur sykur.

Stikkorð: Mjólkursamsalan MS