Breski verslunarrisinn Marks & Spencer (M&S) hyggst leggja 1 milljarð breskra punda eða um 176 milljarða íslenskra króna í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Smásalinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en hlutabréf hans hefur lækkað um 83,2% frá maí 2015. Sky News greinir frá.

M&S segir aðgerðirnar fela í sér 500 milljóna punda kostnaðarlækkunar og endurskipulagningar á verslunum þess verður flýtt. Fyrirtækið tók ekki fram hvort það hygðist loka fleiri verslunum en það hefur lokað yfir 54 verslunum á árinu.

Samdráttur í fata- og heimilisdeild M&S vó mest í 21% tekjufalli verslunarrisans á rekstrarárinu sem lauk 28. mars síðastliðinn. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatt nam 67,2 milljónum punda á árinu.

Sala M&S féll um tæpar 52 milljónir punda í marsmánuði. Verslunarrisinn áætlar að um kostnaður hafi hækkað alls um 213 milljónir punda á árinu vegna aukins kostnaðar og afskriftum birgða vegna faraldursins.

Steve Rowe, forstjóri M&S, sagði fjárfestum félagsins að faraldurinn hafi ýtt undir breytingar á verslunarvenjum fólks og að fyrirtækið þurfi að aðlagast nýjum heim smásala. M&S áætlar að hefja samstarf við netverslunina Ocado í lok sumars.

„Þó verslunarvenjur sumra neytenda munu fara aftur í fyrra horf þá hafa venjur annarra neytenda breyst til frambúðar,“ hafði Sky News eftir Rowe. „Ég er staðráðin í að bregðast við núverandi ástandi og skila frá mér kvikari verslun í nýjum heimi.“

Bréf M&S hafa hækkað um 6% í kauphöllinni í London það sem af er degi.