Sala á skyri Mjólkursamsölunnar (MS) til Evrópu hefur næstum tvöfaldast á síðastliðnum þremur árum. Þessi mikla sala hefur skilað því að MS er með á undirbúningsstigi að hefur framleiðslu á skyri í Bandaríkjunum. Meta á hvort íslenskt undanrennuduft verður notað í framleiðsluna. Einar SIgurðsson, forstjóri MS, segir í samtali við Fréttablaðið að búið sé að útbúa frumáætlanir um sölu og dreifingu.

Blaðið segir að MS hafi undanfarin ár flutt út skyr til Bandaríkjanna með flugi. Útflutningurinn hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Einar segir flutningskostnað og umsýslan í útflutningi á tilbúinni vöru koma fram í verðinu.