Dómstóll i Egyptalandi hefur dæmt Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta landsins, í þriggja ára fangelsi eftir að hafa fundð hann sekan um að misnota opinbert fé. Synir hans tveir, Alaa og Gama, hafa einnig verið dæmdir og fá fjögurra ára skilorðsbundinn dóm. Saksóknari hafði sakað Mubarak um að stela 17,6 milljónum bandaríkjadala sem áttu að fara í endurbætur á forsetahöllinni.

Mubarak er einnig fyrir rétti þessa dagana sakaður um að hafa misnotað vald sitt og tekið þátt í skipuleggja morð á mótmælendum árið 2011, en Mubarak neyddist til að segja af sér vegna þeirra mótmæla.

BBC greindi frá.