Stjórn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hefur sagt forjstóra félagsins, Dennis Muilenburg upp störfum. Uppsögnin kemur í kjölfarið á vandræðum fyrirtækisins vegna 737 MAX vélanna sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars eftir að tvær vélar fórust með skömmu millibili.

Í tilkynningu sem stjórn Boeing sendi frá sér kemur fram að hún hafi ákveðið að breytingar væru nauðsynlegar til að endurvinna traust á fyrirtækinu til frambúðar á sama tíma og unnið er að því að laga samband við eftirlitsaðila, viðskiptavini og aðra hagaðila.

Muilenburg hefur starfað hjá Boeing frá árinu 1985 en hefur gegnt starfi forstjóra frá árinu 2015. Stjórnarformaður Boeing, David Calhoun mun taka við starfi forstjóra þann 13 janúar næstkomandi