Hagnaður samstæðu Múlakaffis nam 35,1 milljón króna árið 2015. Hagnaður móðurfélags á sama tíma nam 32,3 milljónir, samanborið við 65,4 milljón króna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmum 2,2 milljörðum árið 2015 og rekstrargjöld tæpum 2,2 milljörðum. Stjórn félagsins lagði til að arður að fjárhæð 50 milljón króna yrði greiddur út vegna rekstrarársins 2015.  Eignir samstæðu Múlakaffis voru metnar á tæpar 870 milljónir í lok árs 2015. Jóhannes Guðvarður Stefánsson átti 100% hlut í fyrirtækinu í lok árs 2015 og er jafnframt framkvæmdastjóri.