Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir að það hafi hjálpað samningamönnum að finna þá miklu eindrægni og staðfestu sem ríkti í stéttarfélögunum um þá stefnu sem tekin var í viðræðunum.

„Þegar atvinnurekendur komu fram af óbilgirni lét verkalýðshreyfingin ekki beygja sig heldur þétti raðirnar. Sá þrýstingur sem undirbúningur allsherjarverkfalls framkallaði sýndi atvinnurekendum að verkalýðshreyfingin ætlaði að láta sverfa til stáls. Í framhaldinu hófust samningaviðræður að nýju og nú með breyttu viðhorfi SA. Eftir standa aðildarsamtök ASÍ með mun betri samning en hreyfingunni stóð til boða fyrir páska. Mesti ávinningurinn er sá að í mjög þröngri stöðu tókst með sameiginlegri launastefnu aðildarsamtaka ASÍ að tryggja þeim meiri kjarabætur sem búa við lakari kjör og lægri tekjur," segir í frétt á heimasíðu ASÍ.

Almennarlaunahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4% en hækkun lágmarkslauna er þó mun meiri eða 23,6%. 50.000 króna eingreiðsla kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu