Svo gæti farið að Delaware-fylki í Bandaríkjunum gæti velt Sviss úr sessi sem það ríki sem veitir fjármagnseigendum hvað mesta bankaleynd.

Þetta er niðurstaða bresku hugveitunnar Tax Justice Network en í nýlegri skýrslu hennar kemur fram að fjármálafyrirtæki í Delaware tóku á móti 2.600 milljörðum Bandaríkjadala í innlánum frá aðilum sem ýmist voru erlendir eða þá Bandaríkjamenn með heimili utan fylkisins.

Hugveitan tók saman tölur um innlán í 60 fylkjum/ríkjum víðsvegar um heim. Delaware var það ríki sem tók á móti mestum innlánum frá erlendum aðilum en næst á eftir komu Lúxemborg og Sviss. Þá voru Cayman-eyjar og Bretland í fjórða og fimmta sæti.

„Á meðan yfirvöld í Bandaríkjunum skammast út í Sviss fyrir að taka á móti háum innlánum gegn bankaleynd eru einstaka fylki í Bandaríkjunum að gera nákvæmlega það sama fyrir erlenda aðila,“ hefur fréttastofan Reuters eftir Sarah Lewis, framkvæmdastjóra Tax Justice.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .