Kjörsókn hefur verið mun dræmari í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík en fyrir fjórum árum. Í fréttum RÚV kom fram að um klukkan sexí dag hafi um 36.000 manns greitt atkvæði, eða um 40% þeirra sem eru á kjörskrá.

Fyrir fjórum árum höfðu um 45.000 manns greitt atkvæði á sama tíma, eða um 53% kosningabærra manna. Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík eru þó fleiri en í síðustu kosningum, eða um 7.500. Fyrir fjórum árum voru utankjörfundaratkvæði um 5.000 talsins.

Kosningar hafa gengið ágætlega í Reykjavík, fyrir utan eitt atvik þar sem loka þurfti kjördeild um stund í Breiðholti vegna þess að kjósandi fékk þar aðsvif.