Kostnaður vegna tannlækninga hefur hækkað um 4,6% á síðastliðnum 12 mánuðum. Ef undanskilin eru áhrif af greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum barna, sem kom til lækkunar í verðmælingum í maí og september nemur nækkunin 11,4%.

Greining Íslandsbanka vekur athygli á því í umfjöllun sinni um verðbólgutölur Hagstofunnar. Verðbólga jókst þvert á spár og fór úr 3,6% í 3,7% í þessum mánuði.

Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka segir að kostnaður við tannlækningar hafi aukist verulega hér á landi undanfarið ár, þar af um 1,7% hækkun á verði tannlækna á milli mánaða.