Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­- og auð­linda­ráð­herra, ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Þetta kemur fram í viðtali hennar við Kjarn­ann í dag. Segir hún að tími sé til kom­inn að ein­hver yngri taki við þeim málum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur verið að vinna að.

Sigrún segir jafnframt að þó að það sé sterk löngun í henni að fram­fylgja sjálf góðum mál­u­m Framsóknar þá telji hún að aldur og fyrri störf segi henni að nú sé komið gott.

Sig­rún hefur verið þing­mað­ur Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norður síðan árið 2013. Hún var vara­þing­maður Reyk­vík­inga mars til apríl 1980 og apríl til maí 1982. Sig­rún var þing­flokks­for­maður fram­sókn­ar­manna árin 2013 til 2015.

Sig­rún hefur verið umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn síðan 31. des­em­ber 2014.