Lítil breyting varð á væntingum landsmanna til efnahags- og atvinnuástandsins hérlendis í júní 2011 frá fyrri mánuði. Væntingavísitala Gallup mældist 65,4 stig og lækkaði um 1 stig frá maímánuði. Þetta kemur fram í greingarefni Íslandsbanka.

Atvinna
Atvinna
© AFP (AFP)
Í júní 2010 mældist vísitalan 61,2 stig. Því er ljóst að landsmenn séu enn töluvert tortryggnir á efnahagsástandi hér á landi. Á vísitölunni má sjá að mun fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir þar sem gildið er undir 100 stigum. Þetta má sjá í skýrslu sem Capacent Gallup sendi frá sér í morgun um væntingavísitölu sína fyrir júnímánuð.

Mismunandi þróun er á undirvísitölum væntingavísitölunnar. Vísitöla sem mæli væntingar neytenda til ástandsins eftir 6 mánuði lækkaði um rúm 5 stig milli mánaða í 94,5 stig. Þá lækkaði vísitala sem mælir mat neytenda á ástandinu í atvinnumálum um tæp 3 stig í 59,2 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu hækkaði um tæp 3 stig milli mánaða og mældist 59,2 stig. Mat á núverandi ástandi hækkaði jafnframt þó nokkuð, eða um rúm 5 stig milli mánaða og mælist gildi þeirrar vísitölu nú 21,6 stig sem er hæsta gildi sem hún hefur náð frá því í október árið 2008.