Vegagerð í Bolungarvík í tengslum við Óshlíðargöng.
Vegagerð í Bolungarvík í tengslum við Óshlíðargöng.
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Það sem af er þessu ári hafa mun fleiri misst vinnuna í hópuppsögnum en á sama tímabili í fyrra. Tilkynnt var um tvær hópuppsagnir í gær, hjá Skiptum og Íslenskum aðalverktökum, og náðu þær til 85 starfsmanna. Fyrr í mánuðinum sagði Arion banki upp 57 starfsmönnum, og má því áætla að að minnsta kosti 142 hafi misst vinnuna í hópuppsögnum í september.

Með þeim 142 starfsmönnum sem misstu vinnuna í september hafa alls 642 einstaklingar misst vinnuna í hópuppsögnum það sem af er ári, að því er greining Íslandsbanka greinir frá í dag. Á sama tímabili í fyrra höfðu 515 misst vinnuna í hópuppsögnum. Þeir eur því um fjórðungi fleiri nú í ár.