Forsvarsmenn fjármálaráðuneytisins í Grikklandi hafa vísað því á bug að ríkissjóður lendi í greiðslufalli 9. apríl næstkomandi. Þessu greinir The Guardian frá.

Fyrr í dag hafði Reuters greint frá því að Grikkir hefðu sagt lánadrottnum sínum að þeir myndu lenda í greiðslufalli fyrir 9. apríl og væru að biðja um fleiri lán áður en þeir myndu ákveða endurbætur og koma þeim í gegn. Forsvarsmenn Evrusvæðisins hefðu neitað frekari lánum.

Innanríkisráðherra Grikklands, Nikos Voutsis sagði í gær að landið yrði að velja milli þess að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 450 milljónir evra 9. apríl eða að borga laun og lífeyri og myndi kjósa að borga frekar það síðar nefnda.

Grikkland getur fengið neyðarlán upp 7,2 milljarða evra frá evrusvæðinu og AGS ef þeir setja af stað endurbætur sem höfðu verið skilyrði fyrir því. Hins vegar vill nýja ríkisstjórnin ekki gera það því það fari gegn kosningaloforðum. Ríkisstjórnin stendur nú í málamiðlunum til að koma til móts við báðar hliðar málsins.