Bretar og Hollendingar hafa boðið íslenskum stjórnvöldum að leggja fram nýtt tilboð um lausn Icesave-deilunnar sem er mun hagstæðara fyrir Íslendinga en síðasta tilboð landanna.

Fulltrúar landanna tveggja hafa komið þeim skilaboðum til íslenskra stjórnvalda að verði slíkt tilboð lagt fram muni þau samþykkja það.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að tilboðinu muni fylgja á bilinu 30 til 50 milljarða króna tilkostnaður fyrir ríkissjóð að viðbættu lokauppgjöri vegna vaxtakostnaðar og eftirstöðva höfuðstóls, enda er ríkisábyrgð á því samkvæmt því.

Það er mun lægri kostnaður en fylgdi síðasta tilboði landanna, sem var kallað „loka- og endanlegt tilboð“ og gerði ráð fyrir 110 milljarða króna eingreiðslu frá Íslendingum. Því felur nýja tilboðið í sér að 25 til 50% af þeirri eingreiðslu verið greidd.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .