Afleiðingar fjármálakreppunnar teygja sig víða og hafa menn nú af því áhyggjur að efnahagsörðugleikar muni koma niður á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem haldin verður í Suður-Afríku árið 2010.

Suður-Afríka hefur ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi í heiminum. Hlutabréf þar hafa lækkað mikið að undanförnu og stefnir úrvalsvísitalan þar í landi nú í þriggja ára lágmark.

Stefnt er að því að hefja markaðssetningu og allsherjarkynningu á  keppnini á komandi ári, 2009. Aðaláhyggjuefni forsvarsmanna keppninnar er að keppnin muni ekki laða að sér nægilegann fjölda áhorfenda. Einnig mun kostnaður við ýmsar framkvæmdir vegna keppninnar aukast.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Halda menn nú í vonina en spáð er að efnahagsástand heimsins muni fara batnandi á síðari ársfjórðungi ársins 2010.