Um helgina upplýstu leiðtogar helstu iðnríkja heims að skaðinn vegna hrunsins á markaðinum með undirmálslán væri mun meiri en margir hefðu til þessa spáð. Í kjölfarið lýsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir að ekkert hagkerfi í heiminum myndi komast hjá því að finna fyrir neikvæðum áhrifum fjármálakreppunnar sem nú stendur yfir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .