Þjóðarframleiðsla í Danmörku dróst óvænt mikið saman á 2. ársfjórðungi ársins samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar. Nam samdrátturinn 0,5%. Þetta kemur fram á fréttavef Börsen.

Spáð hafði 0,2% lækkun á tímabilinu. Ríkisstjórn Helle Thorning Schmidt lagði fram fjárlög vegna ársins 2013 í fyrradag. Byggja fjárlögin á að 0,9% hagvöxur verði í Danmörku í ár. Ósennilegt er það takist.

Hagvöxtur á 1. ársfjórðungi nam 0,4%.

Fleiri slæmar - og góðar-  fréttir í dönsku efnahagslífi

Fjárfesting dróst saman um 4,2% á ársfjórðungnum samkvæmt dönsku hagstofunni og einkaneysla minnkaði um 0,9%. Hins vegar jókst útflutningur um 2,5% eftir að hafa dregist saman um 0,4% á þeim fyrsta.

Innflutningur jókst aðeins um 1%.