Einungis 35% fyrirtækja í menntakönnun Samtaka atvinnulífsins telja þörf fyrir fleiri háskólamenntaða starfsmenn á næstu 12 mánuðum. Yfir 80% þeirra telja að þau þurfi ýmist engan (65%) eða einn (16%) háskólamenntaðan starfsmann til viðbótar og einungis 4% sjá fram á að þurfa fimm eða fleiri. Samanvegið hyggjast fyrirtækin ráða tæplega einn háskólamenntaðan starfsmann að jafnaði.

Viðbótarþörf fyrir iðn- eða starfsmenntaða næstu 12 mánuði er meiri en fyrir háskólamenntaða starfsmenn þar sem tæplega helmingur fyrirtækjanna (46%) áformar fjölgun þeirra. Um 30% fyrirtækjanna þurfa einn (17%) eða tvo (13%) og tæp 6% fimm menn eða fleiri. Samanvegið hafa fyrirtækin að jafnaði þörf fyrir að ráða fólk með þessa menntun í tæplega eitt og hálft stöðugildi.

Viðbótarþörfin virðist minnst fyrir ófaglærða þar sem 70% fyrirtækjanna sjá ekki fram á fjölgun þeirra. En þar sem tiltölulega hátt hlutfall þeirra þarf margra ófaglærða (7% hyggjast ráða 5 eða fleiri) fæst sú niðurstaða að samanvegin þörf fyrir ófaglærða er svipuð og fyrir iðn- og starfsmenntaða.